Almennt
Ryk.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunnar eiga sér stað. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Afhending vöru
Kaupandi hefur val um að sækja vörukaup úr vefverslun í verslun RYK að Bæjarlind 1-3 í Kópavogi eða að fá sent í póstbox, á næsta pósthús eða pantað heimkeyrslu bjóði Íslandspóstur uppá það á landssvæði viðtakanda. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti.
Reynt er eftir fremsta megni að afgreiða öll kaup næsta virka dag eftir pöntun.
Ef valið er að sækja í verslun verður varan tilbúin til afhendingar í síðasta lagi næsta virka dag kl 14. Ef valið er að senda með Póstinum er varan póstlögð í síðasta lagi næsta virka dag. Áætlaður afhendingartími er þá 2-3 virkir dagar eftir að pöntun er staðfest og greidd.
Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Skilmálar Póstsins eru aðgengilegir á vefsíðu þeirra. Ryk.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi Póstsins. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá RYK og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Skilafrestur og endurgreiðsla
Kaupanda er veittur 14 daga skilaréttur gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og skilað í því ástandi sem hún barst til kaupanda. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt er gefin út inneignarnóta.
Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar samkvæmt sölureikningi, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.
Ef upp kemur að vara sé uppseld og greiðsla fyrir umrædda vöru hefur verið frágengin í vefverslun, í því tilviki er varan endurgreidd að fullu.
Sé afhent vara sannanlega gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn.
Vegna vöruskila er einnig hægt að hafa samband við ryk@ryk.is eða hringja í verslun.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti gilda tilboð í verslun RYK ekki alltaf í vefverslun.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Greiðslumátar
Hægt er að millifæra eða greiða með kredit eða debetkorti í gegnum örugga greiðslugátt Valitor.
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram.
Sendingarkostnaður er eftirfarandi:
Sent í póstbox eða á næsta pósthús – 500 kr
Heimkeyrsla – 850 kr
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Notkun á persónuupplýsingum
Sendingar úr kerfi verslunarinnar RYK kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.
Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.
Upplýsingar um RYK
Amaró ehf
Kt 441194-2189
Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur
Sími 862-6368
ryk@ryk.is
VSK nr 44677