Um okkur

/
Um okkur

RYK Íslensk Hönnun

RYK er íslensk hönnun og framleiðsla á kvenfatnaði. Vöruúrvalið er að langmestu leyti okkar eigin framleiðsla sem gerir okkur að sérfræðingum í því sem við seljum. Fatalína RYK er hönnuð fyrir allar konur með þægindi og glæsileika í huga og við hvaða tilefni sem er. Notagildi og gæðakröfur í efnisvali er haft í fyrirrúmi og allar flíkur framleiddar í fáum eintökum.

Starfskonur RYK eru allar iðnmenntaðar í faginu og mikil áhersla er lögð á gæði í framleiðslu og frágangi á vörulínunni. Innblástur og sköpunargleði berst úr hinu daglega lífi, öllu og engu, tímaritum og kvikmyndum en þó mest úr starfsumhverfinu og öllum hinum mismunandi þörfum þeirra sem leita til okkar.

Persónuleg og góð þjónusta er okkur mjög ofarlega í huga og ávallt reiðubúin að finna lausnir. Okkur þykir vænt um vörurnar okkar og erum þakklát fyrir þann vaxandi hóp sem velur RYK

IMG_1706
ryk-um-okkur

Ferðalagið

Framleiðsla og sala á fatnaði undir merkjum RYK hófst árið 2004 í Amaróhúsinu á Akureyri. Vörukynning var auglýst og þær 15 flíkur sem framleiddar höfðu verið seldust upp samdægurs. Þá var lítið annað í stöðunni en að framleiða meira. Í kjölfarið sýndi hönnunarverslun á Akureyri vörunum áhuga og óskaði eftir að fá að selja fatnaðinn og má þá segja að boltinn hafi farið að rúlla.

Árið 2008 var RYK formlega opnað í miðbæ Reykjavíkur að Klapparstíg 35 í mjög litlu plássi samhliða sölu á vörulínu í versluninni Valrós á Akureyri.

Árið 2014 var tekin ákvörðun að færa verslunina úr miðbænum í stærra húsnæði að Bæjarlind 1-3 í Kópavogi þar sem verslunin er staðsett nú og er því aðgengilegri viðskiptavinum en áður. Við kunnum vel við okkur í Bæjarlindinni og stendur til að vera þar áfram um ókomna tíð.

Hver erum við?

Eigandi RYK er Kristín Kristjánsdóttir kjólameistari. Hún er jafnframt aðalhönnuður á fatnaði framleiddum undir merkjum RYK.

Kristín hóf nám í klæðaskurði við Iðnskólann í Reykjavík árið 2004 og útskrifast sem kjólaklæðskeri vorið 2008 og opnar þá verslunina RYK stuttu síðar. Klárar meistaranám í kjólaklæðskurði 2016.

Kristín byrjaði að fikta við fatasaum 5 ára gömul og saumaði þá dúkkuföt, en móðir hennar var þá með saumavél á heimilinu. 13 ára var hún farin að sauma fatnað á sig sjálfa sem og vinkonurnar sem segja má að hafi verið kveikjan að því sem á eftir kom.

IMG_0927

Byrjaðu að slá inn og ýttu á Enter til að leita

Vörukarfa

Engin vara í körfu.