Nýjar vörur

Vinsælar vörur

Hæ! og vertu velkomin í vefverslun RYK.

Við vonum svo sannarlega að þú finnir fallega flík fyrir þig eða þann sem þú vilt gleðja

RYK hefur klætt konur á öllum aldri síðan árið 2004. RYK hannar og framleiðir fallegan og klæðilegan kvenfatnað og ávallt í takmörkuðu upplagi.  Öll framleiðsla fer fram á vinnustofu RYK í Bæjarlind.

Við tökum vel á móti þér ef þú vilt þreifa á flíkunum og máta.  Verslunin okkar er í Bæjarlind 1-3 Kópavogi og er opin virka daga frá 11-17 og laugardaga frá 11-16.  Staðsetningu getur þú einnig séð á kortinu hér neðar á síðunni.

Þú getur náð á okkur í síma 620-9300, sent skilaboð á facebook og instagram eða með því að senda okkur línu á ryk@ryk.is. Við svörum alltaf eins fljótt og unnt er.

Vörur sem þú sérð í netverslun okkar eru einnig til í verslun RYK Bæjarlind.

Ef þú finnur ekki þína stærð eða varan er uppseld í netverslun þá hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.  Varan gæti verið til í verslun okkar í Bæjarlind eða getum þá framleitt fyrir þig í þeirri stærð sem þú vilt.

Netverslunin býður þér að bera saman vörur og búa til þinn eigin óskalista sem þú getur sent í tölvupósti á hvern sem er. Og ef þú vilt fá tilkynningu t.d. um vörutilboð eða nýjar vörur, þá skaltu endilega skrá þig á póstlistann okkar hér að neðan.

Viltu tilkynningar um nýjustu vörur og tilboð

Skráðu póstfangið þitt hér að neðan

Byrjaðu að slá inn og ýttu á Enter til að leita

Vörukarfa

Engin vara í körfu.